Náðst hefur samkomulag um áframhald á svokölluðu Microsoft-gengi á krónunni, en samkvæmt því miðast viðskipti íslenskra fyrirtækja og almennings við Microsoft við að gengi evrunnar sé 120 krónur.
Halldór Jörgensson, forstjóri Microsoft á Íslandi, segir að fastgengið, sem tekið var upp í nóvember í fyrra, hafi skipt sköpum fyrir mörg íslensk fyrirtæki, sem hafi átt í alvarlegum vanda í kjölfar bankakreppunnar .