Íslenskum skipum fagnað í Grimsby

Ágúst GK-95.
Ágúst GK-95.

Martyn Boyers, fram­kvæmda­stjóri fisk­markaðar­ins í Grims­by á Englandi seg­ir komu ís­lenskra tog­ara mikla bú­bót fyr­ir bæ­inn. „Annað ís­lenska skipið skapaði jafn­vel meiri áhuga á markaðnum, því það sann­ar að þetta er ekki eins­dæmi. Þetta eru góðar frétt­ir fyr­ir höfn­ina hér, fisk­markaðinn og bæ­inn í heild,“ seg­ir Boyers. En línu­skipið Ágúst GK er nú í höfn í Grims­by. Þar til í síðustu viku höfðu ís­lensk skip ekki landað þar í tólf ár.

„Ég er him­in­lif­andi yfir því hversu vel hlut­irn­ir hafa gengið og ég vona að þetta haldi áfram í framtíðinni. Fisk­ur­inn selst mjög vel á viðun­andi verði. Lönd­un­in vek­ur mik­inn áhuga hjá fisk­verk­end­um, sem er frá­bært,“ seg­ir Boyers.

Ágúst GK er annað ís­lenska skipið sem land­ar þar á einni viku og bú­ist er við tveim­ur öðrum, að því er seg­ir á á út­gerðarfrétta­vefn­um FIS.com Í frétt FIS seg­ir að ís­lenska út­gerðarfyr­ir­tækið Atlantic Fresh leit­ist eft­ir því að minnka flutn­ings­kostnað sinn með því að sigla með afl­ann til Grims­by beint frá miðunum, í stað þess að landa á Íslandi og flytja svo afl­ann með gám­um út. Vitnað er í ann­an stýri­mann á Ágústi, Friðmund Guðmunds­son, sem seg­ir að skort­ur á lausa­fé á ís­lensk­um fisk­vinnslu­markaði hafi gert Grims­by meira aðlaðandi sem höfn til að landa afl­an­um í.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka