Útgáfa klíniskra leiðbeininga um sálræna skyndihjálp, viðurkennt verklag á vettvangi, verða kynntar á blaðamannafundi í dag. Leiðbeiningarnar hafa verið þýddar og staðfærðar af Dr. Berglindi Guðmundsdóttur, sálfræðingi og Þórunni Finnsdóttur, sérfræðingi í klíniskri sálfræði.
Að blaðamannafundinum standa Landlæknisembættið, Landspítalinn, Þjóðkirkjan, Rauði kross Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Lengi hefur verið beðið eftir hagnýtum leiðbeiningum af þessu tagi og eru þær
mikilvægt hjálpartæki fyrir þá sem sinna afleiðingum áfalla, að því er segir á vef lögreglunnar.