Logos vann fyrir Baug

Logos-lög­manns­stof­unni var árið 2005 falið að ann­ast mála­rekst­ur Baugs Group á hend­ur rík­inu, en Baug­ur vildi þá krefjast skaðabóta vegna tjóns sem fyr­ir­tækið taldi sig hafa orðið fyr­ir af völd­um lög­regl­unn­ar. Var þar átt við lög­reglu­rann­sókn á meint­um brot­um Jóns Ásgeirs Jó­hann­es­son­ar, þáver­andi for­stjóra Baugs, og annarra aðila sem tengd­ust fé­lag­inu.

Í sam­tali við Vísi á föstu­dag­inn sagði Gunn­ar Sturlu­son, fag­leg­ur fram­kvæmda­stjóri LOGOS, hins veg­ar að lög­manns­stof­an hefði aldrei starfað fyr­ir Baug og því væri hún full­komn­lega hæf til að sinna skipta­stjórn á þrota­búi Baugs.

Ekki náðist í Gunn­ar vegna máls­ins í gær­kvöldi.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert