Logos vann fyrir Baug

Logos-lögmannsstofunni var árið 2005 falið að annast málarekstur Baugs Group á hendur ríkinu, en Baugur vildi þá krefjast skaðabóta vegna tjóns sem fyrirtækið taldi sig hafa orðið fyrir af völdum lögreglunnar. Var þar átt við lögreglurannsókn á meintum brotum Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, þáverandi forstjóra Baugs, og annarra aðila sem tengdust félaginu.

Í samtali við Vísi á föstudaginn sagði Gunnar Sturluson, faglegur framkvæmdastjóri LOGOS, hins vegar að lögmannsstofan hefði aldrei starfað fyrir Baug og því væri hún fullkomnlega hæf til að sinna skiptastjórn á þrotabúi Baugs.

Ekki náðist í Gunnar vegna málsins í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert