Nýir leiðtogar stíga fram

Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. mbl.is/Golli

 „Það eru að verða skýr kyn­slóðaskipti í for­ystu Sjálf­stæðis­flokks­ins,“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, varðandi niður­stöður próf­kjara sjálf­stæðismanna um helg­ina. En bæði Bjarni Bene­dikts­son og Ill­ugi Gunn­ars­son unnu ör­ugga sigra í sín­um próf­kjör­um.

Þá seg­ir Ólaf­ur jafn­framt að það hafi verið veru­leg­ur áfangi fyr­ir Árna Pál Árna­son að ná efsta sæt­inu í Suðvest­ur­kjör­dæmi fyr­ir Sam­fylk­ing­una. Árni til­heyri nýrri kyn­slóð Sam­fylk­ing­ar­leiðtoga.  

„Það er mjög eft­ir­tekt­ar­vert að það er að birt­ast ný leiðtoga­sveit [Sjálf­stæðis­flokks­ins] með Bjarna Bene­dikts­son og Ill­uga [Gunn­ars­son],“ seg­ir Ólaf­ur Þ. Harðar­son, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Há­skóla Íslands, spurður út í helstu próf­kjör­stíðindi helgar­inn­ar, en þá fóru fram hvorki meira né minna en níu próf­kjör um land allt.

Ólaf­ur seg­ir að Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, sem hafnaði í öðru sæti í Krag­an­um, hafi fengið góða kosn­ingu miðað við hve mjög hafi verið sótt að henni að und­an­förnu.

Þá seg­ir hann að gott gengi Ragn­heiðar Rík­h­arðsdótt­ur í Krag­an­um sé einnig eft­ir­tekt­ar­vert, en hún sótt­ist eft­ir þriðja sæt­inu sem hún fékk. Hann bend­ir á að hún hafi verið mjög gagn­rýn­in á for­ystu sjálf­stæðismanna og síðustu rík­is­stjórn. „Maður vissi ekki hvort hún yrði lát­in gjalda þess í próf­kjör­inu, en svo virðist alls ekki vera.“

Árni Páll Árna­son sigraði í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Suðvest­ur­kjör­dæmi. „Það er veru­leg­ur áfangi fyr­ir hann að ná efsta sæt­inu í Krag­an­um fyr­ir Sam­fylk­ing­una,“ seg­ir Ólaf­ur. Árni til­heyri nýrri kyn­slóð Sam­fylk­ing­ar­leiðtoga.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert