Nýtt bankaráð Seðlabankans

Nýtt bankaráð Seðlabankans var kjörið á Alþingi í dag. Tveir listar voru lagðir fram á þingi, listi stjórnar og stjórnarandstöðu með tilskyldum fjölda fulltrúa. Því var sjálfkjörið í ráðið.

Tveir af sjö aðalfulltrúum sátu í bankaráði sem Alþingi kaus vorið 2007 og fjórir af sjö varafulltrúum voru í gamla bankaráðinu.

Bankaráð Seðlabankans skipa:

  • Lára V. Júlíusdóttir (A)
  • Ágúst Einarsson (A)
  • Ragnar Arnalds (A)
  • Jónas Hallgrímsson (A)
  • Ragnar Árnason (B)
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir (B)
  • Friðrik Már Baldursson (B)

Varamenn:

  • Margrét Kristmannsdóttir (A)
  • Guðmundur Jónsson (A)
  • Hildur Traustadóttir (A)
  • Ingibjörg Ingvadóttir (A)
  • Birgir Þór Runólfsson (B)
  • Fjóla Björg Jónsdóttir (B)
  • Sigríður Finsen (B)
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka