Störfuðu ekki sem lögmenn fyrir Baug

Erlendur Gíslason
Erlendur Gíslason

Vegna fjöl­miðlaum­fjöll­un­ar um hæfi Logos lög­mannsþjón­ustu til að skipta þrota­búi Baugs hef­ur Logos sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að „rangt er að Gunn­ar Sturlu­son fag­leg­ur fram­kvæmda­stjóri LOGOS hafi sagt að lög­manns­stof­an hafi aldrei unnið fyr­ir Baug. Hið rétta er að Gunn­ar sagði við vis­ir.is að stof­an hefði „ekki starfað sem lög­menn fyr­ir Baug“ og við þá yf­ir­lýs­ingu er staðið að fullu.

„Einnig skal áréttað að áður en Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur skipaði Er­lend Gísla­son sem skipta­stjóra var farið mjög ná­kvæm­lega yfir þau verk­efni sem LOGOS hef­ur unnið að á und­an­förn­um árum og tengj­ast Baugi á ein­hvern hátt. Niðurstaða dóms­ins eft­ir þá skoðun var að stof­an teld­ist hæf til verks­ins. Er­lend­ur Gísla­son kom hvergi að þeim verk­um.

Að gefnu til­efni skal einnig tekið fram að stof­an var með til skoðunar eitt af­markað skaðabóta­mál fyr­ir Baug á ár­inu 2005 og var Héraðsdómi Reykja­vík­ur að sjálf­sögðu gerð grein fyr­ir því. Önnur verk­efni sem stof­an hef­ur unnið að og Baug­ur teng­ist með óbein­um hætti voru fá og er öll­um lokið. Um þau var Héraðsdómi einnig kunn­ugt er hann tók ákvörðun sína um skip­un á skipta­stjóra," að því er seg­ir í yf­ir­lýs­ingu frá Logos.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert