Boðar kynjaða hagstjórn

Steingrímur J. Sigfússon
Steingrímur J. Sigfússon Ómar Óskarsson

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hefur ákveðið að skipa verkefnisstjórn um stefnumótun og undirbúning að kynjaðri hagstjórn (gender budgeting). Óskað verður tilnefninga frá félags- og
tryggingamálaráðuneyti, Jafnréttisstofu og Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands í verkefnisstjórnina, en fulltrúi fjármálaráðuneytisins mun leiða verkefnið.

Jafnframt verður leitað eftir þátttöku jafnréttisfulltrúa allra ráðuneyta í starfinu. Verkefnisstjórninni verður falið að skila innan árs áliti og tillögum um aðgerðir til að innleiða leikreglur kynjaðrar hagstjórnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert