Breyttar reglur leiða til sparnaðar

Gerðar hafa verið breyt­ing­ar á vöru­vals­regl­um ÁTVR sem munu leiða til mik­ils sparnaðar í dreif­ing­ar­kostnaði fyr­ir fram­leiðend­ur á lands­byggðinni. Breyt­ing­arn­ar fela í sér að við sér­stak­ar aðstæður get­ur ÁTVR samið beint við birgja um af­hend­ingu vöru, sem ætluð er til dreif­ing­ar á nærsvæði fram­leiðenda, á öðrum dreif­ing­arstað en í vöru­húsi ÁTVR á Stuðlahálsi.

Með því verður til dæm­is kleift að taka við vör­um frá Víf­il­felli á Ak­ur­eyri, Ölvis­holt á mögu­leika á að af­henda vöru á Sel­fossi, Mjöður get­ur af­hent vöru á Stykk­is­hólmi og Bruggs­miðjan get­ur af­hent vör­ur annað hvort á Dal­vík eða Ak­ur­eyri, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert