Fráleit bankaleynd

 

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra vill draga mikið úr bankaleynd og segir hana skýra að hluta til hversvegna bankarnir komust upp með margt af því sem hefur komið í ljós.  Hann segir að ekki gefist tími til að leggja fram frumvarp um lagabreytingar fyrir kosningar en ætlar að skoða með hvaða hætti sé hægt að túlka núverandi lög með öðrum hætti. Hann segir fráleitt að bankaleynd eigi að koma í veg fyrir að hægt sé að upplýsa að eigendur bankana hafi lánað sjálfum sér mörg hundruð milljarða fyrir hrunið.

Gylfi segir að þegar séu að koma til landsins sérfræðingar sem Eva Joly lagði til að myndu aðstoða við rannsóknina á bankahruninu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert