Framboðslisti samþykktur með fyrirvara

Kristján Möller samgönguráðherra leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi
Kristján Möller samgönguráðherra leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi mbl.is/Friðrik

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi samþykkti um helgina framboðslista flokksins fyrir alþingiskosningarnar 25. apríl næstkomandi. Þetta er jafnframt fyrsti listinn, sem Samfylkingin leggur fram vegna kosninganna.

Efstu sæti listans skipar það fólk sem varð efst í prófkjöri flokksins og leiðir Kristján L. Möller samgönguráðherra listann.

Lagt hefur verið fram stjórnarfrumvarp um persónukjör og er það til meðferðar á Alþingi. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í útvarpsfréttum um helgina, að Samfylkingin stefndi að því að bjóða fram óraðaða lista í komandi kosningum.

Hallur Heimisson, formaður kjördæmisráðs, segir að listinn sé lagður fram með fyrirvara um hugsanlegar breytingar. Lögð hafi verið áhersla á það af hálfu yfirstjórnar flokksins, að þeir héldu sínu striki í kjölfar prófkjörsins. Samþykki Landsfundur Samfylkingarinnar að bjóða fram óraðaða lista, verði listinn sem samþykktur var um helgina lagður fram sem slíkur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert