Góð ráð Tryggva þykja dýr

Forsætisráðherra segir tillögur Tryggva Þórs Herbertssonar til lausnar á vanda heimilanna arfavitlausar og sýna það að kosningayfirboðin séu komin á fullt. Fjármálaráðherra segist vera farin að skilja afhverju bankinn sem Tryggvi rak gekk ekki nógu vel.

Tryggvi Þór Herbertsson hagfræðingur og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins var efnahagsráðgjafi fyrrverandi ríkisstjórnar til skamms tíma. Hann vill fella niður 20 prósent af skuldum heimilanna og skuldum fyrirtækja.  Þá vill hann afnema vaxtabótakerfið og gera vexti og verðbætur vegna fjárfestinga í íbúðarhúsnæði frádráttarbær frá skatti næstu 5 árin. Þessi húsráð Tryggva Þórs virðast hinsvegar falla í grýttan jarðveg. Sjá MBL sjónvarp.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert