Lán til Tchenguiz mögulega brot

Robert Tchenguiz
Robert Tchenguiz ANDRE CAMARA

Stórar lánveitingar Kaupþings til bresk-íranska viðskiptamannsins Roberts Tchenguiz brutu hugsanlega gegn reglum um stórar áhættuskuldbindingar fjármálafyrirtækja. 30. júní 2008 voru útistandandi lán Kaupþings til Roberts Tchenguiz og félaga í hans eigu 230,2 milljarðar króna. Eiginfjárgrunnur bankans 30. júní var 582,9 milljarðar króna.

Það þýðir að lán til Tchenguiz námu 39,4% af eiginfjárgrunni bankans.

Lán til einstakra viðskiptamanna ekki yfir 25%

Í 3. gr. reglna nr. 216/2007 um stórar áhættuskuldbindingar hjá fjármálafyrirtækjum segir að stórar áhættuskuldbindingar vegna einstakra viðskiptamanna eða fjárhagslegra tengdra aðila megi ekki fara yfir 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis.

Í reglunum koma fram viðmið um hvað undanskilja megi frá þessum útreikningi. Í f-lið 4.gr er vísað til handveðs í innstæðum og í j-lið er vísað í handveð í verðbréfum. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kjölfar umfjöllunar Morgunblaðsins um lánveitingar til eigenda og tengdra aðila Kaupþings að áhættuskuldbindingar til Tchenguiz hefðu verið eðlilegar, með vísan til þessa, þ.e handveðs í innstæðum og hlutabréfum. Hann gaf þó ekki upp hverjar skuldbindingarnar hefðu verið.

 Samtals námu útlán til Roberts Tchenguiz, Ágústs og Lýðs Guðmundssona og Ólafs Ólafssonar 478 milljörðum króna hinn 30. júní 2008. Lánin voru ýmist veitt þeim sjálfum, íslenskum fyrirtækjum sem þeir áttu eða eignarhaldsfélögum í Hollandi og á Tortola-eyju. Lán til Ágústs og Lýðs voru 169,1 milljarður króna og þ.a.l. 29% af eiginfjárgrunninum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert