Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum í dag að tillögur sem lagðar voru fyrir Alþingi í gær um reglur um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum alþingismanna og trúnaðarstörfum utan þings eigi þegar í stað að gilda um ráðherra í ríkisstjórn.
Forsætisráðherra, Jóhanna Sigðurðardóttir, hefur jafnframt falið, til samræmis við verkefnisskrá ríkisstjórnarinnar, þar sem kveðið á um að starfað verði samkvæmt nýjum siðareglum í Stjórnarráðinu, starfshópi sem skipaður verður fulltrúum forsætisráðuneytisins, fjármálaráðuneytisins og einum utanaðkomandi sérfræðingi að semja drög að siðareglum fyrir embættismenn og aðra starfsmenn innan stjórnsýslu ríkisins. Starfshópurinn skal skila tillögum fyrir 15. september.