Umdeild áætlun Símans

mbl.is/Kristinn

Breytingar Símans á gjaldskrá og nýjum afsláttarleiðum í farsímaþjónustu eru til athugunar hjá Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) og Neytendastofu. PFS kannar meðal annars hvort breytingin hafi verið tilkynnt á réttan hátt. Vegna kvörtunar keppinauta hefur Neytendastofa beint þeim tilmælum til Símans að auglýsingar verði stöðvaðar á meðan athugun fer fram en stofnunin fylgir tilmælunum ekki eftir.

Fjarskiptafyrirtækin Vodafone og Nova telja að auglýsingar Símans, Aðgerðaáætlun Símans fyrir fólkið og fyrirtækin, þar sem fram kemur samanburður á verði Símans og annarra fyrirtækja brjóti í bága við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Beinast þær að fullyrðingum um að Síminn bjóði lægsta mínútuverðið sem keppinautarnir telja villandi. Sömu sögu hafa þeir að segja um fullyrðingu um „núll í heimasíma“ sem gefi til kynna að ekkert kosti að hringja í heimasíma. Símanum er í sjálfsvald sett hvort eða hvernig hann bregst við þeim tilmælum Neytendastofu að stöðva birtingu auglýsinganna á meðan málið er athugað. Margrét Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir ekki ástæðu til að stöðva birtingu þeirra vegna kvartana keppinautanna. Hins vegar hafi verið óskað eftir rökum Neytendastofu fyrir þessum tilmælum.

Síminn telur auglýsinguna ekki villandi. Margrét segir engan vafa leika á því að Síminn bjóði lægsta mínútuverðið í þessum afsláttarflokki, óháð því hvort hringt er innan kerfis Símans eða í síma hjá öðrum farsímafélögum. Gjaldið er 11,90 kr. á mínútu en þess ber að geta að einnig þarf að greiða upphafsgjald, sömu upphæð, sem bætist ofan á hvert símtal.

Símtöl í heimasíma eru ekki án endurgjalds í afsláttarleið Símans sem nefnist „Núll í alla heimasíma“ því greiða þarf upphafsgjald af öllum símtölum, 5,90 kr. Margrét segir að þótt þetta komi ekki fram í auglýsingunni sé getið um upphafsgjaldið í skilmálum og öllum ítarlegri upplýsingum um gjaldskrána.

Áhrif á almenna áskrift

Fram kom í tilkynningu Símans um gjaldskrárbreytinguna að hún leiddi til um 6,1% hækkunar að meðaltali hjá viðskiptavini í áskrift.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert