Undirskriftirnar afhentar

Hópurinn afhenti undirskriftarlistana fyrir utan breska þinghúsið í London.
Hópurinn afhenti undirskriftarlistana fyrir utan breska þinghúsið í London.

Indefence-hópurinn svonefndi afhenti í dag rúmlega 83.000 undirskriftir sem safnað var hér á landi gegn ákvörðun breskra stjórnvalda um beitingu hryðjuverkalaga gegn Íslandi.

Undirskriftirnar voru afhentar um þrjúleytið við athöfn í breska þinginu í Westminster í Lundúnum. Breski þingmaðurinn Austin Mitchell, sem á sæti í tengslanefnd breska þingsins við Alþingi, tók við undirskriftunum. Hann sagði jafnframt að bresk stjórnvöld hefðu verið of fljót á sér að beita Íslendinga hryðjuverkalögunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka