15.685 milljarða skuldir

Skuld­ir ein­stak­linga og fyr­ir­tækja hafa auk­ist gríðarlega á síðustu árum. Þetta má lesa út úr skatt­skýrsl­um, en upp­lýs­ing­arn­ar eru birt­ar í Tí­und, blaði rík­is­skatt­stjóra, sem var að koma út.

Skuld­ir fyr­ir­tækj­anna í land­inu voru 15.685 millj­arðar króna í árs­lok 2007, eða 15.685.000.000.000 krón­ur. Vafa­laust er þetta hærri tala en áður hef­ur birst í ís­lensku blaði. Til sam­an­b­urðar má nefna að skuld­ir fyr­ir­tækja námu 346 millj­örðum árið 1998.

Fram kem­ur í Tí­und að skulda­söfn­un fyr­ir­tækj­anna hafi haf­ist fyr­ir al­vöru árið 2003, þegar aðgengi að láns­fé jókst. Á tveim­ur síðustu fram­tals­ár­um, þ.e. 2006 og 2007, juk­ust skuld­ir fyr­ir­tækj­anna um tæpa 9.000 millj­arða. Af þeim 15.685 millj­örðum, sem ís­lensk fyr­ir­tæki skulduðu í árs­lok 2007, skulduðu níu bank­ar og spari­sjóðir og eitt kaup­leigu­fyr­ir­tæki sam­tals 8.822 millj­arða króna.

Op­in­ber­ir aðilar, þ.e. ríki, sveit­ar­fé­lög og stofn­an­ir þeirra, þar með tal­inn Íbúðalána­sjóður, eru ekki meðtald­ir í þess­um töl­um.

Skuld­ir ein­stak­linga hafa hækkað um 129% á síðustu fimm árum og námu í árs­lok 2007 sam­tals 1.348 millj­örðum króna. Páll Kol­beins hag­fræðing­ur seg­ir í grein í Tí­und, að það veki at­hygli hversu marg­ir ein­stak­ling­ar skuldi mikið og hve ört hafi fjölgað í þeim hópi sem svo er ástatt um. Á síðustu árum hafi það færst í vöxt að ein­stak­ling­ar, sem hafi notið láns­trausts, hafi fengið mikið fé að láni til þess að kaupa verðbréf. Árið 2003 töldu 120 ein­stak­ling­ar fram meira en 50 millj­ón­ir króna í skuld­ir. Einn fram­telj­andi skuldaði þá meira en 400 millj­ón­ir. Fimm árum síðar, árið 2008, skuldaði 1.841 fram­telj­andi meira en 50 millj­ón­ir. Þar af skulduðu 44 meira en 400 millj­ón­ir og 18 fram­telj­end­ur skulduðu meira en 1.000 millj­ón­ir króna hver. Skuld­ir þess­ara 18 ein­stak­linga námu sam­tals 31,7 millj­örðum króna.

Ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki eru nú að telja fram til skatts fyr­ir árið 2008. Upp­lýs­ing­ar um skulda­stöðuna í árs­lok 2008 munu liggja fyr­ir í októ­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert