Ísland ríður á vaðið

Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna telur líklegt að bann við nektarstöðum verði samþykkt fyrir þinglok enda sé meirihluti fyrir því í þinginu. Almennt séð séu slíkir staðir gróðrastía vændis og mansals.  

Sex þingmenn hafa lagt fram frumvarp um að fella niður undanþágu í lögum um slíka starfsemi en það er einnig liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn mansali. 

Guðrún Jónsdóttir  talskona Stígamóta segist ekki ætla að fagna banni við nektardansstöðum fyrr en málið sé komið í gegnum þingið. Hún segist ekki vita hvort fólk átti sig á því hversu mikilvægt þetta mál sé fyrir baráttuna við mansal. Það þrífist aðeins þar sem fyrir sé vændi og útbreiddur klámiðnaður.

Guðrún segir að 43 konur og einn karl hafi leitað til Stígamóta vegna klám og vændisiðnaðarins í fyrra. Það sé sögulegt tækifæri til að breyta þessu núna. Það hafi komist í gegnum þingið róttæk lagagrein um að banna nektarsýningar en undanþágu hafi verið laumað inn sem hafi óvart orðið að meginreglu. Nú þurfi að losna við þessa undanþágu, strax fyrir kosningar. Það valdi henni gríðarlegum vonbrigðum ef málið verði ekki afgreitt núna og ekki bara henni heldur fjölda karla og kvenna sem hafi barist fyrir þessu í tíu ár.

Ísland gæti orðið eitt fyrsta landið í heiminum til að banna alfarið slíka starfsemi til að sporna við mansali.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka