Íslands sjálftökumenn hafa leikið lausum hala

mbl.is/Kristinn

„Í fjöl­miðlaum­ræðu er því haldið fram að Íslands sjálf­töku­menn hafi getað leikið laus­um hala utan laga og rétt­ar og haft í frammi ótrú­lega at­hafna­semi í þágu eig­in vel­sæld­ar. Því miður bend­ir margt til að svo kunni að hafa verið og að af­leiðing­ar þeirra gjörn­inga verði upp­lif­un lands­manna um ókom­in ár.“ Þetta segja Skúli Eggert Þórðar­son rík­is­skatt­stjóri og Ingvar J. Rögn­valds­son vara­rík­is­skatt­stjóri í harðorðum leiðara, sem þeir rita sam­eig­in­lega í Tí­und, blað rík­is­skatt­stjóra.

Þeir segja að auk um­svifa í skjóli bankamúrs­ins hafi á síðustu árum bæst við leynd­in um eign­ir skráðar í af­l­ands­ríkj­um. „Virðast ís­lensk­ir bank­ar ekki hafa dregið af sér við þá iðju og sveipað fé­lög Íslend­inga þar leynd um eign­ar­hald. Þótt það fyr­ir­brigði sé vissu­lega ekki sér­ís­lensk upp­götv­un er þó ljóst að ýms­ir Íslend­ing­ar hafa þar ekki verið aft­ar­lega á mer­inni. Grein­ing rík­is­skatt­stjóra á eign­ar­haldi sýn­ir að leynd­in um eign­ar­hald og eig­end­ur fé­laga skráðra í af­l­ands­ríkj­um er vanda­mál sem brýnt er að taka á af festu. Meira að segja hef­ur sú skaðlega starf­semi sem þar er rek­in fengið hið hlý­lega heiti skatta­skjól. Í því orðfæri felst á hinn bóg­inn grímu­laus afstaða, skýli fyr­ir skött­um, þ.e. vilji til að kom­ast hjá greiðslu skatta með því að dylja eign­ar­hald fyr­ir yf­ir­völd­um, meðeig­end­um og al­menn­ingi öll­um,“ seg­ir m.a. í grein­inni.

Við blasi að ef ekki ná­ist tekj­ur og eign­ir úr skatta­skjól­um og ef á skorti að eign­ir hinna föllnu banka standi á móti gerðum kröf­um muni þeir sem enga ábyrgð báru á hrun­inu sem hér varð, al­menn­ing­ur og hefðbund­inn at­vinnu­rekst­ur, þurfa að greiða aukna skatta vegna þeirr­ar af­drifa­ríku meðferðar fjár­muna sem virðist hafa átt sér stað hjá nokkr­um tug­um manna sem flest­ir höfðu yfir sér huliðshjálm banka­leynd­ar og skatta­skjóla.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert