Merki um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga vekur athygli

Merkið er skírskotun til íslensks uppruna afurða.
Merkið er skírskotun til íslensks uppruna afurða.

Er­lend­ir fjöl­miðlar hafa fjallað nokkuð um ís­lenskt merki um ábyrg­ar fisk­veiðar Íslend­inga, sem kynnt var fyr­ir full­um sal gesta á sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í Bost­on fyrr í vik­unni.  Al­menna merkið var fyrst kynnt á Íslensku sjáv­ar­út­vegs­sýn­ing­unni í byrj­un októ­ber. Það merki er án vott­un­ar, en vís­ar til ís­lensks upp­runa og yf­ir­lýs­ing­ar um ábyrg­ar fisk­veiðar. Þetta kem­ur fram á vef LÍÚ.

Fram kem­ur að merkið skír­skoti til ís­lensks upp­runa afurða. Mörg markaðssvæði leggi áherslu á að fá skýra upp­runa­teng­ingu við Ísland. Merkið sé í senn markaðstæki fyr­ir ís­lenska fram­leiðend­ur sjáv­ar­af­urða og svar við kröf­um markaða um að sjáv­ar­af­urðir komi úr fiski­stofn­um, sem nýtt­ir séu á ábyrg­an hátt.  Merkið sé sam­starfs­verk­efni hags­munaaðila í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi sem notið hafi stuðnings op­in­berra aðila.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert