Orkuveita Reykjavíkur (OR) þarf að kaupa hlut Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja (HS)og greiða bænum fyrir 7,6 milljarða króna, auk dráttarvaxta og innheimtukostnaðar. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. Dráttarvextirnir reiknast frá 28. apríl 2008.
Í málinu fór Hafnarfjörður fram á að OR stæði við gerðan samning um að kaupa 14,65 prósent af hlut Hafnarfjarðar í HS sem var gerður í júlí 2007. Samkeppniseftirlitið úrskurðaði síðar að OR mætti ekki eiga svo stóran hluta í HS og litu forsvarsmenn OR svo á málið sá úrskurður hefði óglit kaupsamninginn við Hafnarfjarðarbæ, enda væri hann lögbrot. Hafnfirðingar voru því ósammála og töldu úrskurðinn vera vandamál OR.