Þingmenn mæta illa

00:00
00:00

Klukk­an tólf þurfti að fresta at­kvæðagreiðslu á Alþingi vegna slæmr­ar mæt­ing­ar þing­manna.

Fyrst á dag­skrá þing­fund­ar var frum­varp um kosn­ing­ar til alþing­is en þá voru ör­fá­ir í þingsal og ekki sá sem átti að mæla fyr­ir nefndaráliti um frum­varpið.  Sal­ur­inn var nán­ast tóm­ur. Þá tóku við at­kvæðagreiðslur og þing­menn tóku að streyma í sal­inn. Samt þurfti að fresta at­kvæðagreiðslu vegna þess hversu marg­ir voru fjar­ver­andi.

Þetta er ekki eina dæmið að und­an­förnu þar sem það hef­ur þurft að fresta þing­fund­um vegna slæmr­ar mæt­ing­ar en hún þótti afar dræm meðan próf­kjörs­bar­átt­an stóð sem hæst. Guðbjart­ur Hann­es­son þing­for­seti seg­ir að það eigi að drífa mál áfram og þing­menn verði að gera svo vel og mæta og taka þátt í af­greiðslu mála. Hann seg­ir að því verði komið á fram­færi við for­menn þing­flokka að þeir hafi aga á sínu fólki.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert