Tvíhöfða lamb í Ölfusi

Lambið virtist fullkomlega skapað að öðru leyti en því að …
Lambið virtist fullkomlega skapað að öðru leyti en því að það hafði tvö höfuð. mynd/sunnlendingur.is

Í gær bar ær á bæn­um Hlíðartungu í Ölfusi lambi sem virt­ist full­kom­lega skapað að sjá, utan hvað lambið hafði tvö höfuð. Þetta kem­ur fram á vefn­um Sunn­lend­ing­ur.is.

Haft er eft­ir Páli Stef­áns­syni dýra­lækni að slík­ur tví­höfðaburður sé mjög sjald­gæf­ur en þó hafi hann heyrt af tveim­ur sam­bæri­leg­um til­fell­um.

Lambið lifði af síðastliðna nótt en í dag var Páll feng­inn til að svæfa það.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert