Bankastjórn Seðlabanka Íslands ákvað í seinasta mánuði með yfirlýsingu til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) að lækka stýrivexti um 3%, úr 18% í 15%. Kom þetta fram í stefnuyfirlýsingu bankastjórnarinnar frá 19. febrúar, sem send var IMF sama dag. Ætlaði IMF að bregðast fljótt við en viku síðar, á síðasta starfsdegi Eiríks Guðnasonar og Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum, hafði ekkert svar borist.
Talið er að tilkynnt verði stýrivaxtalækkun hjá Seðlabankanum á morgun. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra neitar þó að vera með getgátur um hve mikil lækkunin verði. Það sé útfærsluatriði hvort lækkunin verði framkvæmd í stórum skrefum eða fleiri og smærri.
Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.