Von á stýrivaxtalækkun

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon. mbl.is/Golli

Miklar líkur eru taldar til þess að tilkynnt verði stýrivaxtalækkun hjá Seðlabanka Íslands á morgun. Þetta kom fram á vikulegum blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.

„Mitt mat, sem hagfræðingur sem skoðað hefur þessar tölur, er að það er ekkert annað í myndinni heldur en stýrivaxtalækkun. Ég ætla hins vegar ekki að vera með neinar getgátur um það hvað hún verði mikil, enda er það útfærsluatriði hvort menn framkvæmi lækkunina í nokkrum stórum skrefum eða fleiri og smærri skrefum,“ sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra. Undirstrikaði hann að ákvörðun um stýrivexti væri ekki í höndum ríkisstjórnarinnar heldur nýskipaðrar peningastefnunefndar. Að mati Gylfa verður ekki síður mikilvægt að sjá hvað Seðlabankinn segir um fyrirsjáanlega vaxtalækkun á næstu mánuðum í spá sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert