Forsætisráðherra leikur sér með fyrirtæki

00:00
00:00

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins sak­ar  for­sæt­is­ráðherra um að  leika sér að fyr­ir­tækj­um. Hann er ósátt­ur við að Jó­hanna Sig­urðardótt­ir sem sagði argreiðslur HB Granda siðlaus­ar með öllu meðan um­sömd­um launa­hækk­un­um starfs­fólks væri frestað. Ráðherr­ann verði að svara því hvað hún telji siðlega ávöxt­un.  

Vil­hjálm­ur seg­ir að þegar ráðherr­ann taki svona til orða verði hún líka að svara því hvað hún telji siðlega ávöxt­un hjá þeim sem séu að hætta fé í at­vinnu­líf­inu. Menn geti valið að leggja pen­ing­ana frek­ar í banka. Hann seg­ir ráðherr­ann sverta fyr­ir­tækið í aug­um viðskipta­vina, starfs­fólks og fjár­festa

Hann seg­ir fyr­ir­tæki reyna að halda í starfs­fólk sitt og gera eins vel við það og kost­ur er. Þau þurfi ekki á þeim skila­boðum að halda frá for­sæt­is­ráðherrra að þau gangi fram með ósiðleg­um hætti þegar þau hafi enga samn­inga brotið og ekki gert neitt af sér annað en að byggja upp sína starf­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert