Biðin eftir Jóhönnu á enda

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Yfirlýsingar er að vænta í dag eða á morgun frá Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra um hvort hún gefur kost á sér sem formaður Samfylkingarinnar í stað Ingibjargar Sólrúnar. Rúm vika er þar til landsfundur fer fram og margir flokksmenn orðnir óþreyjufullir eftir svari frá Jóhönnu. „Biðin er orðin óbærileg,“ sagði einn flokksbundinn samfylkingarmaður við blaðið í gær.

Varla er sá flokksmaður til sem með einum eða öðrum hætti hefur ekki biðlað til Jóhönnu að taka formannsembættið að sér; með bænaskjali, samtölum, símhringingum, tölvupóstum og skoðanakönnunum.

Flestir þeirra sem rætt var við í gær telja að niðurstaða prófkjörsins hafi ýtt við Jóhönnu og hún muni á endanum gefa sig, eins og það var orðað. Fyrir prófkjörið hafði hún sagt opinberlega að hún væri að íhuga málið en hún hefði aldrei ætlað sér að verða formaður Samfylkingarinnar. Eftir prófkjörið hafa líkurnar því aukist verulega á að hún gefi kost á sér. Hún líti svo á að ekkert liggi á þó að stutt sé til landsfundar. Engir aðrir séu um hituna. Á móti er bent á að með því að draga að tilkynna ákvörðun minnki hún svigrúm annarra líklegra formanns- og varaformannsefna til að vekja á sér athygli og kynna sig.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert