Biðin eftir Jóhönnu á enda

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Yf­ir­lýs­ing­ar er að vænta í dag eða á morg­un frá Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur for­sæt­is­ráðherra um hvort hún gef­ur kost á sér sem formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í stað Ingi­bjarg­ar Sól­rún­ar. Rúm vika er þar til lands­fund­ur fer fram og marg­ir flokks­menn orðnir óþreyju­full­ir eft­ir svari frá Jó­hönnu. „Biðin er orðin óbæri­leg,“ sagði einn flokks­bund­inn sam­fylk­ing­armaður við blaðið í gær.

Varla er sá flokksmaður til sem með ein­um eða öðrum hætti hef­ur ekki biðlað til Jó­hönnu að taka for­mann­sembættið að sér; með bæna­skjali, sam­töl­um, sím­hring­ing­um, tölvu­póst­um og skoðana­könn­un­um.

Flest­ir þeirra sem rætt var við í gær telja að niðurstaða próf­kjörs­ins hafi ýtt við Jó­hönnu og hún muni á end­an­um gefa sig, eins og það var orðað. Fyr­ir próf­kjörið hafði hún sagt op­in­ber­lega að hún væri að íhuga málið en hún hefði aldrei ætlað sér að verða formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Eft­ir próf­kjörið hafa lík­urn­ar því auk­ist veru­lega á að hún gefi kost á sér. Hún líti svo á að ekk­ert liggi á þó að stutt sé til lands­fund­ar. Eng­ir aðrir séu um hit­una. Á móti er bent á að með því að draga að til­kynna ákvörðun minnki hún svig­rúm annarra lík­legra for­manns- og vara­for­manns­efna til að vekja á sér at­hygli og kynna sig.

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert