Ekki umhverfisvottun heldur upprunamerki

Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur og varaformaður Fiskifélags Íslands, segir að ekki sé rétt að merkið sem kynnt var nýverið sé umhverfisvottunarmerki líkt og Árni Finnsson heldur fram í frétt á mbl.is heldur er merkið upprunamerki en unnið sé að því að undirbúningi vottunar og vonir standi til að slík vottun fáist árið 2010. Þá verði mönnum gefinn kostur á að auðkenna vörur úr vottuðum stofnum með sérstöku merki sem kynnt verður síðar.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag trúverðugleika hins nýja umhverfisvottunarmerkis fyrir íslenskar sjávarafurðir vera rýran.

„Afleiðing þess að Einar K. Guðfinnsson jók kvótann fyrir þorskveiðar um 30 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári og önnur 30 þúsund næsta er sú að aflamarksreglan, sem hefur verið við lýði hér á landi, er horfin. Nú veit engin lengur hver hún er. Vissulega hafði þeirri reglu verið breytt nokkrum sinnum að kröfu LÍÚ en með endurskilgreiningum. Einar hafði ekki fyrir því að bera neinu slíku við heldur var kvótinn bara aukinn. Þar með er trúverðugleiki íslenskrar fiskveiðistefnu, sem hið íslenska merki á að byggja á, orðinn ansi rýr,“ segir Árni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert