Erfitt að hindra skerðingu heilbrigðisþjónustu

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra mbl.is/Kristinn

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra segir erfitt að koma í veg fyrir að þjónusta í heilbrigðiskerfinu verði skert vegna niðurskurðarins sem ákveðinn var í fjárlögum þessa árs. Stjórnvöld séu á endanum ábyrg fyrir því hve naumt sé skammtað.

Í síðustu viku var greint frá þeirri ákvörðun Landspítalans að loka annarri af tveimur legudeildum endurhæfingarinnar á Grensási en við það fækkar leguplássum úr 40 í 26. Ögmundur segist treysta því að stjórnendur Landspítalans útfæri sínar breytingar þannig að þjónusta við sjúklinga skerðist ekki þótt legurýmum fækki. „Við höfum sett fram ákveðin grundvallaratriði, þ.e. að forðast verði að skerða þjónustu við sjúklinga og að kjör og störf þess starfsfólks sem er með minnstar tekjur verði varin. Einstaka ráðstafanir hefur ráðuneytið ekki hlutast til um.“

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert