Hugmynd um lífeyrissjóði án fulltrúa SA ótæk

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Okk­ur finnst það ótæk hug­mynd. Það eru fyr­ir­tæk­in sem hafa verið að byggja upp líf­eyr­is­sjóðina.“

Þetta seg­ir Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, SA, um þau um­mæli Guðmund­ar Gunn­ars­son­ar, for­manns Rafiðnaðarsam­bands Íslands, að end­ur­skoða þurfi kerfið um full­trúa í líf­eyr­is­sjóðum.

Guðmund­ur er ósátt­ur við þá gagn­rýni sem beinst hef­ur að verka­lýðsfé­lög­um vegna þess sem miður hef­ur farið hjá líf­eyr­is­sjóðum. Seg­ir Guðmund­ur menn til­búna að axla ábyrgð sem á þá sé lögð en þá verði þeir sjálf­ir að fá að kjósa stjórn­ir líf­eyr­is­sjóðanna.

Vil­hjálm­ur bend­ir á að fyr­ir­tæk­in og at­vinnu­lífið hafi byggt upp­líf­eyr­is­sjóðina í góðu sam­starfi við verka­lýðshreyf­ing­una. „Það er á sam­eig­in­legri ábyrgð at­vinnu­lífs­ins og verka­lýðsfé­lag­anna að tryggja að pen­ing­ar séu til þegar þeir sem eiga pen­inga í sjóðunum þurfa að fá greiðslurn­ar. Ef það á að rjúfa aðkomu fyr­ir­tækj­anna að sjóðunum þá er líka verið að segja að þau beri ekki leng­ur neina ábyrgð á þeim yf­ir­leitt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka