Íslendingar engir hálfvitar

Hin umdeilda grein birtist í tímaritinu Vanity Fair.
Hin umdeilda grein birtist í tímaritinu Vanity Fair.

Stjörnu­blaðamaður­inn Michael Lew­is, einn af þekkt­ari viðskipta­blaðamönn­um Banda­ríkj­anna, fær held­ur bet­ur á bauk­inn á vef tíma­rits­ins New York Magaz­ine. Sak­ar grein­ar­höf­und­ur, Jon­as Moo­dy, blaðamann­inn um rang­færsl­ur og af­bak­an­ir í lýs­ing­um sín­um á Íslandi og þjóðinni sem landið býr.

Ætla má að marg­ir sjái grein Moo­dy en um 1,6 millj­ón manna les tíma­ritið New York Magaz­ine í viku hverri.

Sé grein Lew­is les­in með full­komnu húm­ors­leysi mætti ætla að hann líti svo á að Íslend­ing­ar séu óviðbjarg­andi, gjaldþrota hálf­vit­ar úr ann­ar­legri ver­öld.

Lew­is skrifaði grein sína í hið út­breidda tíma­rit Vanity Fair og var grein hans tekið með velþókn­un af mörg­um Íslend­ing­um, þar með talið rit­höf­und­in­um Guðmundi Andra Thors­syni, sem sá ástæðu til að fjalla um hana í pistli við hliðina á leiðara Frétta­blaðsins.

Jón Bald­vin Hanni­bals­son var líka hrif­inn.

Áður­nefnd­ur Moo­dy er hins veg­ar ekki jafn sátt­ur.

Það fyrsta sem hann finn­ur að í grein Lew­is er eft­ir­far­andi setn­ing:

„Fólkið hamstr­ar mat og reiðufé og spreng­ir upp nýju Range Rover jepp­anna til að sækja trygg­inga­fé.“ 

Moo­dy, sem hef­ur verið bú­sett­ur á Íslandi í nokk­ur ár, kann­ast ekki við þessa lýs­ingu. Svið og þorsk­ur hafi vissu­lega hækkað í verði en eng­inn hamstri mat. Þá fari 99% allra viðskipta fram með kort­um og því myndu ís­lensk­ir neyt­end­ur ekki vita hvað þeir ættu að gera við seðlabúnt­in.

Sprengja upp Range Rovera

Í öðru lagi hafi Lew­is lýst óþægi­leg­um spreng­ing­um fyr­ir utan hót­el her­bergið og síðan gefið í skyn að þar hafi verið á ferð eig­end­ur Range Rover jeppa sem leggi eld að dross­í­un­um til að sprengja þær í loft upp til að hirða trygg­inga­bæt­urn­ar. 

Þriðja atriðið sem Moo­dy finn­ur að er sú staðhæf­ing Lew­is að ís­lenska jarðhita­vatnið sé svo heitt að það komi iðulega fyr­ir að fólk sé soðið lif­andi þegar gert er við píp­urn­ar.

Moo­dy viður­kenn­ir að lykt­in af ís­lenska heita­vatn­inu sé eins og af úldn­um eggj­um. Vatnið komi hins veg­ar ekki beint frá eld­fjöll­un­um og geti þar að auki ekki farið upp fyr­ir 70 gráður í sturt­unni.

Í fjórða lagi spyr hann hvað sé vanda­mál Lew­is vegna þeirr­ar full­yrðing­ar hans að flest­ir Íslend­ing­ar séu klunna­leg­ir og með föl­brún­an háralit.

Hvað varð um blaðamannaklisj­una af Íslend­ing­ar væru svo fal­leg­ir?

Skyldra­æxl­un hvergi meiri

Lew­is er hér lík­lega far­inn að hækka blóðþrýst­ing­inn á þeim ís­lensku les­end­um sem ekki kunna að meta skop­skyn hans, eða háð, og varla bæt­ir sú full­yrðing úr skák að skyldra­æxl­un sé hvergi meiri í heimi hér en ein­mitt hér, með vís­an til þess að erfðafræðing­ar noti okk­ur Íslend­inga gjarn­an til rann­sókna. 

Til að þess­ar glós­ur skilj­ist til fulls er það þekkt í erfðafræði að við skyldra­æxl­un eða inn­rækt­un geti komið fram al­var­leg­ir erfðagall­ar. Staðalí­mynd­in af þess­um göll­um er fötl­un, ljót­leiki og greind­artap. 

Moo­dy tek­ur af sér hansk­ann í svar­inu við þess­ari full­yrðingu og bend­ir á að Y-litn­inga úr gena­meng­inu megi einkum rekja til Norður­landa en X-litn­inga (kon­urn­ar) til Bret­lands­eyja. Ástæða þess að deCODE noti ís­lensk gen sé sú að til séu skrár um fjöl­skyldu­tengsl langt aft­ur í tím­ann.

Ekki 9 for­nöfn í gangi

Sá fróðleik­ur Lew­is að aðeins um 9 for­nöfn séu í gangi á Íslandi er síðan hrak­inn með þeirri ábend­ingu að hátt í 1.700 for­nöfn sé að finna í ís­lensku þjóðskránni.

Sjö­unda aðfinnsla Moo­dy er öllu mein­laus­ari en hún varðar vís­un Lew­is til þeirr­ar staðreynd­ar að trú­ar­hóp­ar geti fengið greiðslur frá rík­inu með því einu að fylla út eyðublað.

Tel­ur Moo­dy þetta óná­kvæmt, enda geti ekki hver sem er fengið greiðslur með þessu móti. 

Slær lán í klisju­bank­an­um

Áttunda og síðasta atriðið varðar síðan hina end­an­legu klisju er­lendra blaðamanna, nefni­lega að álfa­trú tröllríði hér öllu. 

Moo­dy kann að særa ein­hverja les­end­ur þessa frétta­vefs en hann seg­ist ekki þekkja neinn sem trúi á álfa.

Hæpið sé hjá Lew­is að gefa í skyn að hér sé starf­rækt ein­hvers­kon­ar álfaráðuneyti sem kanni álfa­byggðir við sér­hverja fram­kvæmd.

Það sé eins og að gefa til kynna að Íslend­ing­ar taki dag­lega Hogw­art's lest­ina úr Harry Potter í vinn­una.

Þrátt fyr­ir alla þessa ann­marka tek­ur Moo­dy sér­stak­lega fram í inn­gangi að Lew­is sé skemmti­leg­ur maður að lesa.

En beislaði hann skáld­fák­inn um of? 

Grein Moo­dy.

Grein stjörnu­blaðamanns­ins Lew­is.

Stjörnublaðamaðurinn Michael Lewis.
Stjörnu­blaðamaður­inn Michael Lew­is.
Blaðamaðurinn Jonas Moody.
Blaðamaður­inn Jon­as Moo­dy.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka