„Mönnum var vissulega brugðið“

mbl.is

„Þegar búið var að reikna þetta var mönnum vissulega brugðið, því er ekki að neita,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri um þær upplýsingar sem birtar voru í gær um skuldir einstaklinga og fyrirtækja.

Skúli Eggert segir að upplýsingar um skuldastöðu einstaklinga hafi verið birtar á hverju ári. Menn hafi tekið eftir því að skuldirnar hafi verið að aukast en eignir hafi komið á móti.

Hann segir að þegar fyrir hafi legið að stór hluti eigna myndi hverfa eftir bankahrunið síðastliðið haust hafi skuldastaða fyrirtækjanna verið skoðuð sérstaklega og þetta sé útkoman

„Ég kynnti þessa niðurstöðu á fundi með endurskoðendum í janúar og ég fann það mjög sterkt hve þeim var brugðið er þeir fengu þessar upplýsingar. Það stóð til að ræða annað á þessum fundi en menn voru bara ekki tilbúnir að ræða neitt annað, þegar þessar upplýsingar komu fram,“ segir Skúli Eggert.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert