Obama: Ekki sömu leið og Ísland

Vart er huggun í þeirri vitneskju að Bandaríkjaforseti telji ekki …
Vart er huggun í þeirri vitneskju að Bandaríkjaforseti telji ekki að Bandaríkin stefni sömu leið og Ísland. Reuters

Barack Obama Bandaríkjaforseti svaraði neitandi þegar hann var spurður að því í vikunni hvort Bandaríkjamenn stefndu í fótspor Íslands og yrðu fátækir. Fjallað er um málið í Los Angeles Times.

„Nei,“ sagði forsetinn. „Nei ... en við þurfum að ná stjórn á fjárlagahallanum.“

Obama lét þessi orð falla þar sem hann sat fyrir spurningum fatlaðra og fólks af blönduðu þjóðerni.

Áhugasamir geta lesið greinina í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert