Sóknarprestur sýknaður

Selfosskirkja
Selfosskirkja mbl.is/Ómar

Hæstiréttur hefur sýknað sóknarprestinn á Selfossi af ákæru fyrir að hafa sýnt unglingsstúlkum kynferðislega áreitni eða brotið gegn þeim með öðrukm hætti. Staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands.

Presturinn, sr. Gunnar Björnsson, var á síðasta ári ákærður fyrir að hafa brotið gegn tveimur 16 ára gömlum stúlkum með því að faðma þær og strjúka aðra þeirra og segja straumarnir streymdu úr líkama hans við það að faðma hana. Hann var ákærður fyrir að kyssa hina stúlkuna á kinnina og segja að hann væri skotinn í henni og hún væri falleg.

Héraðsdómur taldi sannað að Gunnar hefði faðmað báðar stúlkurnar og auk þess kysst aðra þeirra á hvora kinn en framangreind ummæli voru talin ósönnuð. Héraðsdómur taldi hins vegar, að háttsemi prestsins gæti ekki talist kynferðislegt áreitni í skilningi almennra hegningarlaga. Þá hefði hann ekki heldur sýnt stúlkunum yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, sært þær eða móðgað í skilningi barnaverndarlaga. Þetta staðfesti Hæstiréttur.

Stúlkurnar kærðu sr. Gunnari  í maí. Þá óskaði hann eftir hálfs árs leyfi. Ákæra var gefin út á hendur honum í september og ákvað biskup Íslands að veita Gunnari lausn frá embætti um stundarsakir á meðan málið væri fyrir dómstólum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka