Straumur-Burðarás sagði í dag upp 79 starfsmönnum, þar af 38 á Íslandi og 41 í Bretlandi og Danmörku. Straumur fékk í dag greiðslustöðvun til 11. júní.
Þeir 45 starfsmenn sem tilkynnt var um í morgun að yrði sagt upp hjá Straumi síðar í mánuðinum eru þeir 38 starfsmenn á Íslandi sem sagt var upp í dag auk þess sem nokkrir starfsmenn í Bretlandi eru starfsmenn móðurfélagsins hér heima og um þá gildir tilkynningaskylda til Vinnumálastofnunar.
Jafnframt var tilkynnt um að 45 starfsmönnum Straums yrði sagt upp í vor eða sumar.