Þorsteinn fékk níu ára dóm

Hasshlassið og önnur fíkniefni sem fundust í húsbíl Hollendingsins í …
Hasshlassið og önnur fíkniefni sem fundust í húsbíl Hollendingsins í norrænu. mbl.is/Júlíus

Þor­steinn Kragh var í morg­un dæmd­ur í níu ára fang­elsi fyr­ir inn­flutn­ing á 192 kíló­um af kanna­bis­efn­um og 1,3 kíló­um af kókaíni á ár­inu 2008, í þeim til­gangi að dreifa efn­un­um og selja þau.

Ásamt Þor­steini var Jacob Van Hinte, 71 árs gam­all hol­lend­ing­ur, dæmd­ur í sjö og hálfs árs fang­elsi. Að hluta til varð það Van Hinte til hjálp­ar að ekki lágu fyr­ir refsi­dóm­ar frá spænsk­um dóm­stól­um í mál­um sem hann hef­ur verið dæmd­ur í. Ekki var því beitt ít­rek­un­ar­áhrif­um við ákvörðun refs­ing­ar hans.

Efn­in fund­ust við komu farþega­ferj­unn­ar Nor­rænu til Seyðis­fjarðar þriðju­dag­inn 10. júní 2008, falið í sér­út­bún­um geymslu­hólf­um í hús­bif­reið af gerðinni Iveco. Sam­kvæmt dómn­um telst sannað að á fyrri hluta árs­ins 2008 lögðu Þor­steinn Kragh og Jacob Van Hinte á ráðin um flutn­ing efn­anna frá Hollandi til Íslands og hitt­ust þeir í því skyni í Hollandi auk þess að vera í síma­sam­bandi. Ákærði Þor­steinn annaðist fjár­mögn­un og kaup fíkni­efn­anna og hugðist mót­taka þau á Íslandi en ákærði Jacob móttók efn­in í Hollandi og flutti þau þaðan í bif­reiðinni land­leiðina til Dan­merk­ur og þaðan með ferj­unni til Íslands.

Sig­ríður Elsa Kjart­ans­dótt­ir var sak­sókn­ari í mál­inu, en Helgi Jó­hann­es­son hélt uppi vörn­um fyr­ir Þor­stein. Páll Arn­ór Páls­son var verj­andi Jac­obs Van Hinte. Málið dæmdu héraðsdóm­ar­arn­ir Guðjóns St. Marteins­son, Páll Þor­steins­son og Ragn­heiður Harðardótt­ir.

Dóm­ur­inn í heild

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert