Baugur styrkti Sjálfstæðisflokkinn

Baugur Group
Baugur Group mbl.is/Kristinn

Baugur Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um 300 þúsund krónur, sem er hámarksframlag til stjórnmálaflokka, á kosningaárinu 2007. Baugur styrkti alla flokka sem nú eiga fulltrúa á þingi nema Framsóknarflokkinn.

Auk Sjálfstæðisflokksins styrkti Baugur Samfylkinguna og Vinstri græna um 300 þúsund krónur en Frjálslynda flokkinn um 200 þúsund krónur. Að auki styrkti Hagar, sem þá voru undir Baugi, Samfylkingu og Vinstri græna um 300 þúsund krónur til viðbótar hvorn flokk. Hvorki Sjálfstæðisflokkurinn né Frjálslyndir fengu styrk frá Högum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka