Hlé á fundum Radda fólksins

Hörður Torfason, forsprakki Radda fólksins.
Hörður Torfason, forsprakki Radda fólksins. mbl.is/Ómar

Radd­ir fólks­ins, sem hafa staðið fyr­ir mót­mæla­fund­um á Aust­ur­velli í all­an vet­ur, eða síðan 11. októ­ber, boðuðu í kvöld hlé á fund­un­um um óákveðinn tíma. Eng­inn fund­ur verður því á Aust­ur­velli á morg­un, laug­ar­dag­inn 21. mars. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Herði Torfa­syni, for­svars­manni hóps­ins, í kvöld.

„Fólk er engu að síður hvatt til að láta ekki deig­an síga og vera á verði, viðhafa gagn­rýna hugs­un og veita ís­lensk­um stjórn­mála- og pen­inga­mönn­um virkt aðhald.  Fund­ir Radda fólks­ins hafa byggst á sjálfsprottnu og ólaunuðu fram­taki vegna þeirra mann­rétt­inda­brota sem fram­in hafa verið á þjóðinni,“ seg­ir í til­kynn­ingu Harðar.

Þar seg­ir enn­frem­ur: „Fund­irn­ir hafa haft mik­il áhrif, verið leiðandi afl í því and­ófi sem viðhaft hef­ur verið, náð mjög mikl­um ár­angri og verið fast­ur punkt­ur í til­veru þúsunda Íslend­inga í all­an vet­ur. Fund­irn­ir hafa ekki síst veitt gríðarlega stór­um hópi fólks fé­lags­leg­an og and­leg­an stuðning í þeim hremm­ing­um sem dunið hafa á ís­lensku sam­fé­lagi. Vel á sjötta tug ræðumanna hafa haldið þar ræður und­ir yf­ir­skrift­inni: Breiðfylk­ing gegn ástand­inu. Radd­ir fólks­ins biðjast vel­v­irðing­ar á hve seint þessi ákvörðun var tek­in en það var af óviðráðan­leg­um ástæðum. Við mun­um halda vöku okk­ar áfram og boða til fund­ar ef þurfa þykir og al­menn­ing­ur krefst aðgerða.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka