Ögmundur afnemur dagdeildargjöld

Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra mbl.is/Kristinn

Dagdeildargjöld á heilbrigðisstofnunum, sem sett voru á með reglugerð um síðustu áramót, verða afnumin þann fyrsta apríl næstkomandi.

Með reglugerð sem tók gildi um síðustu áramót voru lögð á innritunargjöld á sjúkrahús og svokölluð dagdeildargjöld. Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, lét það verða eitt sitt fyrsta verk að afnema innritunargjöldin þegar hann tók við ráðuneytinu en dagdeildargjöldin eru enn innheimt.

Þau eru innheimt af þeim sem nýta þjónustu á dagdeildum heilbrigðisstofnana og ná til geðsviða, endurhæfingardeilda s.s. Grensásdeildar og blóðskilunardeildar sem nýrnasjúkir þurfa reglulega á að halda. Gjaldið nemur 1.600 krónum og átti að skila heilbrigðiskerfinu um tíu milljónum króna á þessu ári.

Gjaldtakan var gagnrýnd harkalega og hefur Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra nú ákveðið að afnema dagdeildargjöldin. Ögmundur kynnti reglugerð þar um í ríkisstjórn í morgun og verður hún undirrituð í dag. Afnám gjaldsins miðast við 1. apríl nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert