Opnunartími verslana í Kringlunni styttur

Kringlan
Kringlan mbl.is/Arnaldur

Stjórn­ar Rekstr­ar­fé­lags Kringl­unn­ar hef­ur ákveðið að draga úr af­greiðslu­tíma Kringl­unn­ar í vor og sum­ar, í því skyni að draga úr kostnaði rekstr­araðila. Við þess­ar breyt­ing­ar er þó reynt að tryggja að þær hafi sem minnst áhrif á viðskipta­vini Kringl­unn­ar, að því er seg­ir í til­kynn­ingu.

Ný­lega gerði Rekstr­ar­fé­lag Kringl­unn­ar könn­un meðal kaup­manna þar sem könnuð var afstaða til af­greiðslu­tíma Kringl­unn­ar við nú­ver­andi aðstæður.  Í ljós kom að rúm 80% þeirra töldu að draga mætti úr af­greiðslu­tíma Kringl­unn­ar í hagræðing­ar­skyni.

Í ljósi þess var ákvörðun tek­in um að frá og með 9.apríl og til og með 10.ág­úst næst kom­andi verði af­greiðslu­tími Kringl­unn­ar á fimmtu­dög­um frá kl. 10:00-19:00 í stað 10:00-21:00 og á sunnu­dög­um verður hann einnig stytt­ur.  Eft­ir 10.ág­úst mun af­greiðslu­tími Kringl­unn­ar fær­ast til fyrra horfs.

Rekst­ar­gjöld lækkuð

Á fundi stjórn­ar Rekstr­ar­fé­lags Kringl­unn­ar þann 4. nóv­em­ber síðastliðinn var samþykkt rekstr­aráætl­un fyr­ir árið 2009.   Í henni er gert ráð fyr­ir því að rekstr­ar­gjöld árs­ins 2009 lækki um 13,0% að nafn­verði frá rekstr­aráætl­un árs­ins 2008 eða um 23,8% að teknu til­liti til verðlags­breyt­inga á ár­inu 2008.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert