Starfsfólk HB Granda fær 13.500 krónur

Formaður Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, Vil­hjálm­ur Birg­is­son, fagn­ar inni­lega þeirri ákvörðun for­svars­manna HB Granda að láta áður um­samd­ar launa­hækk­an­ir upp á kr. 13.500 koma til fram­kvæmda. Ljóst er að sú vinna sem Verka­lýðsfé­lag Akra­ness hef­ur lagt í þetta mál hef­ur nú skilað starfs­mönn­um fyr­ir­tæk­is­ins um­tals­verðum ávinn­ingi, að því er seg­ir á vef Verka­lýðsfé­lags Akra­ness.

Fyrr í dag var ákveðið að greiða starfs­fólki HB Granda þær launa­hækk­an­ir sem samið hafði verið um að tækju gildi 1. mars áður en aðilar vinnu­markaðar­ins komu sér sam­an um að fresta þeim.  

Stjórn Verka­lýðsfé­lags Akra­ness vill skora á fyr­ir­tæki sem eru vel sett að taka ákvörðun for­svars­manna HB Granda til fyr­ir­mynd­ar og láta áður um­samd­ar launa­hækk­an­ir taka gildi strax, enda var til­gang­ur Verka­lýðsfé­lags Akra­ness í þessu máli ein­vörðungu sá að bæta kjör síns fólks.

Sjá nán­ar á vef Verka­lýðsfé­lags Akra­ness

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka