Íslandsmót Skákfélaga á Akureyri

Fjöldi skákáhugamanna var viðstaddur upphaf Íslandsmótsins í kvöld.
Fjöldi skákáhugamanna var viðstaddur upphaf Íslandsmótsins í kvöld. mbl.is/Skapti

Hátt í 400 keppendur taka þátt í Íslandsmóti Skákfélaga sem hófst í kvöld á Akureyri. Um er að ræða sveitakeppni, teflt er í fjórum deildum og í fyrstu deild tefla átta sveitir. Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs á Akureyri tefldi fyrsta leikinn í rimmu heimamanna og Taflfélags Bolungarvíkur.

Mótið er haldið á Akureyri í tilefni af 90 ára afmæli Skákfélags Akureyrar sem var fyrir skömmu.

Mótið er hið fjölmennasta sem háð hefur verið á Akureyri. Meðal keppenda eru allir sterkustu skákmenn landsins, t.d. Jóhann Hjartarson, núverandi Íslandsmeistari, Hannes Hlífar Stefánsson og Héðinn Steingrímsson. Auk þess eru erlendir meistarar í sveitunum; hálfur annar tugur erlendra stórmeistara situr að tafli í Brekkuskóla meðan mótið fer fram, þ.m.t. skákmenn frá Grikklandi, Frakklandi, Búlgaríu, Tékklandi, Hollandi, Litháen, Úkraínu Svíþjóð og Danmörku.

Taflfélag Bolungarvíkur er með sterkustu sveit mótsins, sterkir erlendir skákmenn eru á fjórum fyrstu borðum sveitarinnar.

Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs á Akureyri leikur fyrsta leik …
Hermann Jón Tómasson formaður bæjarráðs á Akureyri leikur fyrsta leik mótsins. mbl.is/Skapti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert