Telja óvíst að hægt verði að standa við Helguvíkuráform

Framkvæmdir í Helguvík.
Framkvæmdir í Helguvík. mbl.is/RAX

Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna telja ljóst af endurskoðunarskýrslu við ársreikning 2008 að nauðsynlegt sé að dreifa mun betur áhættu af orkusölu til stóriðju. Tekjur Orkuveitunnar af þessum þætti starfseminnar eru beintengdar verði á áli sem nú er í sögulegu lágmarki og óvíst um þróun þess næstu ár. Þetta kemur fram í bókun fulltrúa flokkanna í stjórn OR.

„Þetta þarf að hafa í huga þegar gengið er til viðræðna við nýja aðila um orkusölu til stórnotenda. Jafnframt er í þessu   sambandi vert að halda því til haga að afkoma Century Norðuráls er afar erfið nú um stundir og allsendis óvíst að fyrirtækið geti staðið við áform um uppbyggingu álvers í Helguvík."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka