Um 3.500 bíða eftir aðgerðum

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar

Í lok febrúar sl. voru rétt rúmlega 3.500 manns á biðlista eftir aðgerðum hjá Landspítalanum og öðrum helstu sjúkrahúsum landsins. Sambærileg tala í október sl. var ríflega 3.900 manns, eða 10% hærri.

Nýverið birti landlæknisembættið tölur um biðlista, og greint var frá í Morgunblaðinu, þar sem sjúklingar voru töluvert færri, eða um 2.100 manns í lok febrúar. Hafði í þeim hópi sjúklinga fækkað um 18% síðan í október.

Skýringin á þessum mun á fjölda sjúklinga er sú að embættið skilgreinir ekki sjúklinga á formlegum biðlista nema þeir hafi beðið á listanum lengur en í þrjá mánuði. Heildarbiðlistinn er nefndur vinnulisti.

Matthías Halldórsson landlæknir segir að biðlistar séu að sjálfsögðu misjafnlega alvarlegir. Þannig þoli flestir ágætlega að bíða í þrjá mánuði eftir hálskirtlatöku eða að fjarlægja ský á auga. Hins vegar þoli fólk síður slíka bið eftir hjartaþræðingu, svo dæmi sé tekið.

„Hér áður fyrr mældum við einungis breytingar á fjölda einstaklinga sem biðu eftir aðgerð, en það segir sjúklingi auðvitað meira hversu lengi viðkomandi þarf að bíða.“

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert