Um 3.500 bíða eftir aðgerðum

Landspítalinn
Landspítalinn mbl.is/Ómar

Í lok fe­brú­ar sl. voru rétt rúm­lega 3.500 manns á biðlista eft­ir aðgerðum hjá Land­spít­al­an­um og öðrum helstu sjúkra­hús­um lands­ins. Sam­bæri­leg tala í októ­ber sl. var ríf­lega 3.900 manns, eða 10% hærri.

Ný­verið birti land­læknisembættið töl­ur um biðlista, og greint var frá í Morg­un­blaðinu, þar sem sjúk­ling­ar voru tölu­vert færri, eða um 2.100 manns í lok fe­brú­ar. Hafði í þeim hópi sjúk­linga fækkað um 18% síðan í októ­ber.

Skýr­ing­in á þess­um mun á fjölda sjúk­linga er sú að embættið skil­grein­ir ekki sjúk­linga á form­leg­um biðlista nema þeir hafi beðið á list­an­um leng­ur en í þrjá mánuði. Heild­ar­biðlist­inn er nefnd­ur vinnu­listi.

Matth­ías Hall­dórs­son land­lækn­ir seg­ir að biðlist­ar séu að sjálf­sögðu mis­jafn­lega al­var­leg­ir. Þannig þoli flest­ir ágæt­lega að bíða í þrjá mánuði eft­ir hálskirtla­töku eða að fjar­lægja ský á auga. Hins veg­ar þoli fólk síður slíka bið eft­ir hjartaþræðingu, svo dæmi sé tekið.

„Hér áður fyrr mæld­um við ein­ung­is breyt­ing­ar á fjölda ein­stak­linga sem biðu eft­ir aðgerð, en það seg­ir sjúk­lingi auðvitað meira hversu lengi viðkom­andi þarf að bíða.“

Nán­ar er fjallað um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert