300 milljónir í Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar

Lilja Pálmadóttir
Lilja Pálmadóttir mbl.is/Eyþór

Lilja Pálmadóttir, dóttir Pálma Jónssonar í Hagkaup, hefur stofnað sjóð í nafni föður síns sem ætlað er að styrkja hin ýmsu verkefni sem tengjast íslenskri náttúru. Alls eru um 300 milljónir í sjóðnum, en árlega verða allt að 25 milljónir veittar úr honum. Lilja segir að öll verkefni eigi möguleika á að fá styrk úr sjóðnum, svo lengi sem þau tengist náttúrunni með einum eða öðrum hætti.

„Við erum að kalla eftir hugarfarsbreytingu hjá fólki, hvað þessi náttúra okkar skiptir miklu máli. Við viljum vekja fólk til vitundar um hversu mikils virði hún er. Þetta er eins konar áminning um vægi og verðmæti náttúrunnar,“ segir Lilja, í lesbók Morgunblaðsins í dag.

Fyrsta styrkveiting verður nú í vor, en auglýst verður eftir umsóknum um helgina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert