300 milljónir í Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar

Lilja Pálmadóttir
Lilja Pálmadóttir mbl.is/Eyþór

Lilja Pálma­dótt­ir, dótt­ir Pálma Jóns­son­ar í Hag­kaup, hef­ur stofnað sjóð í nafni föður síns sem ætlað er að styrkja hin ýmsu verk­efni sem tengj­ast ís­lenskri nátt­úru. Alls eru um 300 millj­ón­ir í sjóðnum, en ár­lega verða allt að 25 millj­ón­ir veitt­ar úr hon­um. Lilja seg­ir að öll verk­efni eigi mögu­leika á að fá styrk úr sjóðnum, svo lengi sem þau teng­ist nátt­úr­unni með ein­um eða öðrum hætti.

„Við erum að kalla eft­ir hug­ar­fars­breyt­ingu hjá fólki, hvað þessi nátt­úra okk­ar skipt­ir miklu máli. Við vilj­um vekja fólk til vit­und­ar um hversu mik­ils virði hún er. Þetta er eins kon­ar áminn­ing um vægi og verðmæti nátt­úr­unn­ar,“ seg­ir Lilja, í les­bók Morg­un­blaðsins í dag.

Fyrsta styrk­veit­ing verður nú í vor, en aug­lýst verður eft­ir um­sókn­um um helg­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert