Áfrýjun ólíkleg

Svavar Lúthersson, eigandi istorrent
Svavar Lúthersson, eigandi istorrent

Í byrjun febrúar felldi héraðsdómur úrskurð í máli STEFs gegn skráaskiptisíðunni Istorrent og aðstandanda hennar, Svavari Lútherssyni. Í dóminum var lögbannið gegn starfsemi síðunnar staðfest og að auki viðurkennd bótaskylda Istorrent og Svavars.

Þegar eftir dóminn birtist á vefsíðu Istorrent bloggfærsla Svavars Lútherssonar um að vilji væri til að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Stuttu síðar birtist önnur færsla frá Svavari þar sem hann ítrekar áhuga sinn á því að málinu verði áfrýjað, en bendir einnig á að hætta sé á að ekkert verði af áfrýjun vegna fjárskorts. Hann hrinti af stað söfnun af þessu tilefni sem miðaðist við það að nóg hefði safnast í upphafi apríl svo hægt væri að undirbúa áfrýjunina, en frestur til slíks rennur út í byrjun maí.

Í bloggfærslu í vikunni kemur svo fram að söfnunin hafi gengið afleitlega, eða eins og Svavar orðar það á síðunni: „Staðan er því þannig að það verður líklegast ekkert af áfrýjuninni nema gangur söfnunarinnar breytist verulega til hins betra.“

Báðum aðilum fyrir bestu

Í samtali við Svavar kom fram að hann telur mjög miklar líkur á því að ekkert verði af áfrýjuninni, enda lítill tími til stefnu og aðeins hafi safnast lítið prósent af áætluðum kostnaði við áfrýjun. Hann segist þó telja að það sé báðum aðilum fyrir bestu að málið fari fyrir Hæstarétt, enda sé nauðsynlegt að eyða allri réttaróvissu og að hann sé ekki búinn að gefa upp alla von.

Í dómi héraðsdóms var Svavar dæmdur til að greiða málskostnað stefnanda og þegar við bætist að hann þurfti eðlilega að greiða eigin lögfræðikostnað er ljóst að hann hefur orðið fyrir töluverðum fjárútlátum. Hann segist hafa þurft að leggja í málareksturinn fé sem hann hafði safnað sér til íbúðarkaupa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert