Enginn sóttist eftir styrk nema Sjálfstæðisflokkurinn

Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.
Valhöll, hús Sjálfstæðisflokksins.

Neyðarlín­an styrkti Sjálf­stæðis­flokk­inn um 300 þúsund kr., að því er fram kem­ur í út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar á fjár­mál­um stjórn­mála­flokk­anna. Að sögn Þór­halls Ólafs­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Neyðarlín­unn­ar, var fyr­ir­tækið hluta­fé­lag á þess­um tíma og í eigu margra aðila.

„Ein­hverra hluta vegna hef­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn óskað eft­ir þess­um styrk og það ætti ekki að koma nein­um á óvart hvar ég er í póli­tík,“ seg­ir Þór­hall­ur en hann gegndi eitt sinn stöðu aðstoðar­manns Þor­steins Páls­son­ar. Aðrir flokk­ar hafi ekki sóst eft­ir styrk.

En er eðli­legt að Neyðarlín­an styrki stjórn­mála­flokka með þess­um hætti? Þór­hall­ur vill ekki leggja mat á það. „Í mín­um huga er þetta létt­vægt,“ seg­ir hann. „Maður er kannski of aum­ingjagóður að eðlis­fari.“

Í út­tekt­inni kem­ur einnig fram að ýmis verka­lýðsfé­lög styrktu stöku stjórn­mála­flokka, m.a. Starfs­greina­sam­bandið sem styrkti Sam­fylk­ing­una um 25 þúsund kr. Að sögn Kristjáns Gunn­ars­son­ar for­manns var um aug­lýs­inga­styrk að ræða sem aðrir flokk­ar leituðu ekki eft­ir. Þá kem­ur fram að Verka­lýðs- og sjó­manna­fé­lag Kefla­vík­ur, þar sem Kristján gegn­ir einnig for­mennsku, hafi ein­göngu styrkt Vinstri græna um 50 þúsund kr.

Hann seg­ir að fé­lagið hafi einnig styrkt Sam­fylk­ing­una og Fram­sókn­ar­flokk­inn með svipaðri upp­hæð, þótt það komi ekki fram í út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar. Sjálf­stæðis­flokk­ur og aðrir hafi ekki leitað til fé­lags­ins. Þá styrkti Samiðn Sam­fylk­ing­una um 25 þúsund kr.

Finn­björn Her­manns­son formaður seg­ir að samþykkt hafi verið að styrkja alla flokka sem eft­ir því leituðu um þessa upp­hæð en fleiri hafi ekki óskað eft­ir styrk.

Svipaða sögu hef­ur Guðmund­ur Gunn­ars­son, formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins, að segja. Fé­lagið hafi ákveðið að styrkja Sam­fylk­ing­una með 25 þúsund kr. styrkt­ar­línu í 1. maí blað og í fram­hald­inu hafi bréf verið sent til annarra flokka um að sam­bandið myndi styrkja þá sem leituðu eft­ir því með þeirri upp­hæð. Eft­ir því hafi ekki verið sóst.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert