Hætta að kynna íslenskar vörur

Ein af verslunum Whole Food Markets.
Ein af verslunum Whole Food Markets.

Versl­ana­keðjan Whole Foods Mar­ket í Banda­ríkj­un­um hef­ur hætt að kynna ís­lensk­ar vör­ur í versl­un­um sín­um í mót­mæla­skyni við hval­veiðar Íslend­inga.

Í bréfi AC Gallo, aðstoðarfor­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins til Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, seg­ir að versl­ana­keðjan hafði um­hverf­is­vernd og sjálf­bærni að leiðarljósi.

Marg­ir viðskipta­vina fyr­ir­tæk­is­ins deili þeim áhersl­um. 

Lýs­ir hann yfir mikl­um von­brigðum með þá ákvörðun Ein­ars K. Guðfinns­son­ar, fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, að heim­ila tak­markaðar veiðar á hrefnu og langreyði fram til árs­ins 2013.

Ákvörðunin um að stór­auka hvala­kvót­ann, þar með talið á langreyðum í út­rým­ing­ar­hættu, veki spurn­ing­ar um viðleitni Íslend­inga til að lýsa sig sjálf­bært þjóðfé­lag í kynn­ingu á vör­um á sín­um.

Skoðun fyr­ir­tæk­is­ins sé sú að ákvörðunin muni ekki koma ís­lensku efna­hags­lífi til góða.

Í mót­mæla­skyni verður dregið úr kynn­ingu á ís­lensk­um vör­um í versl­un­um keðjunn­ar.

Hins veg­ar verður haldið áfram að selja vör­ur sem ekki eru tald­ar tengj­ast hval­veiðum á nokk­urn hátt.

Langreyður skorin.
Langreyður skor­in. mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka