Verslanakeðjan Whole Foods Market í Bandaríkjunum hefur hætt að kynna íslenskar vörur í verslunum sínum í mótmælaskyni við hvalveiðar Íslendinga.
Í bréfi AC Gallo, aðstoðarforstjóra fyrirtækisins til Steingríms J. Sigfússonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segir að verslanakeðjan hafði umhverfisvernd og sjálfbærni að leiðarljósi.
Margir viðskiptavina fyrirtækisins deili þeim áherslum.
Lýsir hann yfir miklum vonbrigðum með þá ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, að heimila takmarkaðar veiðar á hrefnu og langreyði fram til ársins 2013.
Ákvörðunin um að stórauka hvalakvótann, þar með talið á langreyðum í útrýmingarhættu, veki spurningar um viðleitni Íslendinga til að lýsa sig sjálfbært þjóðfélag í kynningu á vörum á sínum.
Skoðun fyrirtækisins sé sú að ákvörðunin muni ekki koma íslensku efnahagslífi til góða.
Í mótmælaskyni verður dregið úr kynningu á íslenskum vörum í verslunum keðjunnar.
Hins vegar verður haldið áfram að selja vörur sem ekki eru taldar tengjast hvalveiðum á nokkurn hátt.