Neita að upplýsa afskriftir

Sverrir Vilhelmsson

Forsvarsmenn NBI, sem stofnaður var utan um innlenda starfsemi Landsbankans eftir að skilanefnd Fjármálaeftirlitsins tók hann yfir, neita að upplýsa hjá hvaða viðskiptavinum 1,8 milljarða skuld hefur verið endanlega afskrifuð. Í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn um afskriftir nýju ríkisbankanna kom fram að aðeins NBI hefði, einn ríkisbanka, endanlega afskrifað fyrrnefnda upphæð.

Í svari Landsbankans við fyrirspurn Morgunblaðsins segir: „Endanleg afskrift er ekki framkvæmd fyrr en innheimtuaðgerðir hafa verið reyndar í þaula og ekki er talið mögulegt að staðið verði við skuldbindingar. Gagnvart fyrirtækjum felur þetta oftast í sér að þau hafa farið í gjaldþrot. Landsbankinn gefur ekki upplýsingar um viðskiptavini sem hafa lent í slíkum greiðsluerfiðleikum að nauðsynlegt er að afskrifa útlán.“ Undir svarið ritar Ólafía Harðardóttir á hagfræðisviði bankans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert