Saga hrunsins á 8 mínútum

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. mbl.is

Hver segir að sagan af bankahruninu þurfi að taka langan tíma? Að minnsta kosti hyggst einn fyrirlesara á opnum degi í Háskólanum í Reykjavík í dag afsanna það svo um munar í einum af 42 átta mínútna fyrirlestrum í skólanum.

Þá verður boðið upp á ókeypis aðstoð við gerð skattframtala.

Í aðalbyggingu skólans, Ofanleiti 2, verður hægt að kynna sér nám við allar deildir skólans og veita kennarar og nemendur upplýsingar og ráðgjöf. Enn fremur verða námsráðgjafar á staðnum, að því er segir í tilkynningu frá skólanum.

Skólinn stendur fyrir sannkölluðu fyrirlestrarmaraþoni og meðal viðfangsefna má nefna hrunið, tölvuna eftir 100 ár, rannsóknir á ómönnuðum kafbátum og flugvélum, hræringar í fjárhag lífeyrissjóðanna, möguleikar Íslands til að verða alþjóðleg umskipunarhöfn innan 20 ára og greind geimför.

Stendur dagskráin yfir frá klukkan 11.00 - 18.00.

Lögfræðiþjónusta Lögréttu, félags laganema við Háskólann í Reykjavík, ætlar að veita öllum almenningi endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala fyrir 2009.

Ráðgjöfin verður veitt frá kl. 9.00 – 21.00 í aðalbyggingu Háskólans í Reykjavík, Ofanleiti 2.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert